Posts Tagged ‘Fræbbblar’

Fyrir áhugasama… þá höfum við Fræbbblar verið að gæla við þá hugmynd að spila plötuna „Viltu nammi væna?“ í heilu lagi á hljómleikum. Staður og stund ekki klár, en væntanlega í vetur, mögulega tengt útgáfu á nýrri plötu.

Við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir því hvort það er einhver áhugi eða ekki.

Þannig að áður en við leggjum í vinnu við að æfa og undirbúa þá væri vel þegið að fá einhverja tilfinningu fyrir hvort það er einhver raunverulegur áhugi á þessu.

Facebook „like“ eða athugasemdir við „blogg“ telja eiginlega ekki nægilega mikið.

Þess vegna langar okkur að biðja þá sem raunverulega hafa áhuga á að kaupa nýja lagið okkar, My Perfect Seven, annað hvort á GogoYoko eða tonlist.is. Lagið kostar litlar 100 krónur hjá en á að kosta 120 hjá „tonlist.is“ en er þar í meiri gæðum (við erum reyndar að bíða eftir minni háttar leiðréttingu þar).

Þá má líka veita laginu gengi á vinsældarlista Rásar 2 www.ruv.is/topp30.

Fimmtudagskvöldið 28. febrúar verða haldnir hljómleikar í Norðurljósum Hörpu til styrktar Ingólfi Júlíussyni sem barist hefur við bráðahvítblæði síðustu mánuði. Veikindin hafa reynst Ingólfi og fjölskyldu fjárhagslega erfið og hafa fjölskylda og vinir sameinast um að standa að þessum styrktarhljómleikum fyrir þau.

Við Fræbbblar tökum (að sjálfsögðu) þátt ásamt fjölda annarra tónlistarmanna og skemmtikrafta. Ég held satt að segja að það hafi tekist einstaklega vel til að setja upp bæði fjölbreytta og eftirminnilega dagskrá. Nánar um það þegar nær dregur.

Það gefa allir sína vinnu og tekjurnar renna óskiptar til Ingólfs og fjölskyldu.. ef einhver kemst ekki má styðja við þau með því að leggja inn á bankareikning 0319-26-002052, kennitölu 190671-2249.

Nánar um viðburðinn á http://www.facebook.com/events/354810194632973/.

Miðasala er hafin á http://www.harpa.is/midasala/framundan/nr/2374.

Við Fræbbblar gefum út jólalagið „Ótrúleg jól, 2012“ í dag… þetta er ný og betrumbætt útgáfa af laginum sem við gáfum út í fyrra, en virðist – þó óskiljanlegt sé – hafa farið fram hjá allt of mörgum.

Lagið er til sölu á GogoYoko – á skitinn hundraðkall, sem rennur til UNICEF.

Og svo má nálgast myndskreytta lággæðaútgáfu á YouTube.