Við Fræbbblar gefum út jólalagið „Ótrúleg jól, 2012“ í dag… þetta er ný og betrumbætt útgáfa af laginum sem við gáfum út í fyrra, en virðist – þó óskiljanlegt sé – hafa farið fram hjá allt of mörgum.
Lagið er til sölu á GogoYoko – á skitinn hundraðkall, sem rennur til UNICEF.
Og svo má nálgast myndskreytta lággæðaútgáfu á YouTube.