Nei, nei, ég er ekki lögfræðimenntaður og má vel vera að það sé rétt metið að verðtrygging standist ekki lög – þó mér þyki það verulega ólíklegt.
En ef forsendurnar fyrir því að verðtrygging sé ólögleg eru þær að neytandi viti ekki nákvæmlega að hverju hann gengur þegar kemur að greiðslum þá hljóta breytilegir vextir líka að vera ólöglegir. Og þar af leiðandi nánast öll lán í ríkjum Evrópusambandsins síðustu áratugi.