Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að kuklarar fái starfsemi sína niðurgreidda eins og um heilbrigðisþjónustu sé að ræða.
Ég óttast að þetta sé ekki svefngalsa brandari hjá þingmönnum heldur sé þarna verið að tala í fullri alvöru.
Nú geri ég mér grein fyrir að ríkið styður myndarlega starfsemi sem byggir á hindurvitnum og fyrirbærum sem engin leið er að sýna fram á – en þar eru notuð (vond) söguleg rök. Og líkast til líður ekki á löngu áður en það verður lagt af.
En að ríkið fari að styðja kukl er með ólíkindum.
Hvernig dettur fólki í hug að láta ómenntað fólk sem hvergi hefur sýnt fram á að aðferðir þess virki fara að stunda „lækningar“ á kostnað ríkisins?
Þetta er jafn galið og að fela ómenntuðu fólki að byggja mannvirki, stjórna samgöngutækjum eða sinna hvers konar annarri starfsemi án þess að hafa sýnt fram á nokkra færni eða árangur.
Ætli þetta fólk þori að fara upp í flugvél með einhverjum sem hefur aldrei tekið flugmannspróf en hefur lesið sér til um góðar reynslusögur af flugi?
Skyldu þau þora að fara yfir brú sem hefur verið byggð af fólki með reynslusögur?
Þetta er ekki bara heimskulegt. Þetta er lífshættulegt. Um leið og ríkissjóður fer að gefa svona vinnu „gæðastimpil“ er hætta á að fleiri hafni alvöru lækningum og leiti til kuklara.
En á hinn bóginn, kannski er þetta bara þróunarkenningin í verki…
…með ólíkindum að allskonar áhugafólk er látið annast um veikt fólk,eins og verið hefur undanfarin ár,svo sem eins og var í Byrginu og fleiri álíka stöðum,hvað segir reglugerð ESB um þessa hluti?
Ekki veit ég hvað ESB kemur þessu máli við – nema ef vera kynni að þetta rugl færi í gegnum þingið og ESB gæti stöðvað málið, þá yrði ég amk. nokkuð ákveðinn stuðningsmaður ESB!
Byrgið segirðu… ég man líka eftir hvernig fór fyrir Byrginu.
þykir mér það samgjarnt þar sem hagfræðingar á vegum xd og xs hafa gerst djarfari í spádómum sínum en heimsins bestu miðlar myndu nokkurn tíman leyfa sér það að vera kuklari með gráðu og smá stærðfræðikenningu gerir þér kleyft að sjá svo vel inní framtíðina að fólk sem situr og talar við drauga yrði öfundsjúkt að þessir menn geti reiknað út fólksfjölgun haxvöxst en skekkjan er víst sú að það byggist mest
á þeyrri brjálæðislegu hugmynd að við búum við fullkomið kerfi og séum komin á endastöð en víst er það aðeins mannlegt að ofmeta sjálfan sig
Ég get tekið undir að það er oft skondið að fylgjast með deilum hagfræðinga.. en það er enginn að halda því fram (vona ég) að þeir geti spáð fyrir um framtíðina, Og það liggur ekki bókstaflega lífið við í mörgum tilfellum.. við erum jú að bera kukl saman við læknavísindi… sem þrátt fyrir að vera ekki fullkomin nálgast viðfangsefnið á talsvert annan hátt en með reynslusögum.