Við fórum í leikhús í gær með „matarklúbbnum“, GoutonVoir, á sýninguna „Tveggja þjónn“ í Þjóðleikhúsinu.
Ætli sýningunni hafi ekki best verið lýst með því sem vinur minn sagði strax forviða í hléi, „þetta er bara drasl!“. Nú höfum við verið þokkalega dugleg að sækja leikhúsin síðustu ár – höfum séð margt gott og margt ekki svo gott – og margt í meðallagi.
En þetta er það langversta sem við höfum séð. Í alvöru. Ég vil ekki vera leiðinlegur, en líkast til er ég það. Ég bara get ekki þagað.. en þetta var samdóma álit allra í hópnum.
Sko… ég get alveg þolað fimmaurabrandara, skræpótta búninga og æpandi leikmynd, yfirdrifni leikhústalandinn er kannski á mörkunum en „slapstick“ húmor getur verið allt í lagi.
En það var ekki neitt fyndið við sýninguna. Það náði aldrei einu sinni fimm aura brandara. Ég reyndi að dotta þegar á leið, en alltaf voru 2-3 gestir að skríkja af hlátri.
Og vinahjón okkur fóru á „Bastarða“ kvöldið áður.
PS. Hvers vegna þýða menn aldrei nöfn þegar verið er að þýða leikritstexta, svona ofan á allt annað er alveg auka kjánahrollur þegar leikarar tala í löngum máli á íslensku um „Charlie“ og …