Viltu „Viltu nammi væna?“ væna (væni)?

Posted: ágúst 19, 2013 in Tónlist
Efnisorð:, ,

Fyrir áhugasama… þá höfum við Fræbbblar verið að gæla við þá hugmynd að spila plötuna „Viltu nammi væna?“ í heilu lagi á hljómleikum. Staður og stund ekki klár, en væntanlega í vetur, mögulega tengt útgáfu á nýrri plötu.

Við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir því hvort það er einhver áhugi eða ekki.

Þannig að áður en við leggjum í vinnu við að æfa og undirbúa þá væri vel þegið að fá einhverja tilfinningu fyrir hvort það er einhver raunverulegur áhugi á þessu.

Facebook „like“ eða athugasemdir við „blogg“ telja eiginlega ekki nægilega mikið.

Þess vegna langar okkur að biðja þá sem raunverulega hafa áhuga á að kaupa nýja lagið okkar, My Perfect Seven, annað hvort á GogoYoko eða tonlist.is. Lagið kostar litlar 100 krónur hjá en á að kosta 120 hjá „tonlist.is“ en er þar í meiri gæðum (við erum reyndar að bíða eftir minni háttar leiðréttingu þar).

Þá má líka veita laginu gengi á vinsældarlista Rásar 2 www.ruv.is/topp30.

Lokað er á athugasemdir.