Miðflokkur???

Posted: október 15, 2017 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Nokkrir Facebook vinir hafa lýst yfir stuðningi við Miðflokkinn. Mér er þetta fullkomlega óskiljanlegt.

Þannig að mig langar að spyrja…

  1. er ykkur alveg sama þó formaðurinn hafi sagt ósatt í sjónvarpsviðtali?
  2. er ykkur alveg sama þó formaðurinn fari rangt með staðreyndir þegar hann heldur því fram að Tortóla sé ekki skattaskjól (burt séð frá því hvort þau hjón borguðu skatta eða ekki)?
  3. er ykkur alveg sama þó formaðurinn hafi framkvæmt málamyndagjörning í viðskiptum til að komast hjá því að upplýsa um eignir?
  4. er ykkur alveg sama þó formaðurinn og kona hans hafi átt kröfur í þrotabú bankanna og látið hjá líða að greina frá þeim (fyrr en upp komst)?
  5. er ykkur alveg sama þó hann og kona hans hafi geymt stórar fjárhæðir í aflandsfélögum í stað þess að koma með þetta inn í íslenskt efnahagslíf (sem hann þóttist hafa tröllatrú á)?
  6. er ykkur alveg sama þó þau hjón hafi valið Tortóla, frekar en td. traustan Evrópskan banka, til að geyma eigur sínar? kaupið þið skýringarnar?
  7. er ykkur alveg sama þó formaður hafi lítið sem ekkert mætt í vinnu á síðasta þingi?

PS. svo því sé haldið til haga þá leist mér ekkert illa á formanninn þegar hann kom fram á sjónarsviðið, virtist hafa nýjar hugmyndir, ákveðinni eldmóður fylgdi honum og hann var rökfastur (þó hann hefði nú mátt hlusta betur á rök annarra)… en ég játa að ég var nokkuð jákvæður. Það er reyndar nokkuð langt síðan. Seinni tíma siðblinda, verkleysi og fullkomið getuleysi til að vinna úr málefnalegri gagnrýni á annan hátt en að setja hana upp í samsæri… ja, það er frekar sorglegt að horfa upp á þetta.

PPS. [smá innskot, eftir á, mtt. til ábendinga] hvers vegna snýst þessi færsla bara um formann flokksins… jú, vegna þess að fólk var farið að lýsa yfir stuðningi við flokkinn áður en nokkuð annað var vitað en hver yrði formaður hans..

Athugasemdir
  1. Ragna Birgisdóttir skrifar:

    Vel mælt og þarfar spurningar Valgarður.