Forsetalingurinn

Posted: júlí 25, 2017 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Ég held að ég viti hvernig einfaldast er að koma Trump frá..

Ef við skoðum aðeins ferilinn, þá eyddi hann óhemju orku í að búa til ímynd af sér sem öflugum og hörðum viðskiptamanni með því að gera einhverja „raunveruleika“ sjónvarpsþætti um sjálfan sig. Þetta virðist nú hafa verið ansi brengluð mynd af kjaftagleiðri en getulausri rolu sem spilaði rassinn úr buxunum með arfinn frá pabba.

Fyrstu mánuðir forsetatíðar hans einkennast af allt of lítilli athygli á tilskipanir, rasískar, heimskulegar, hættulegar heilsu, ívilnanir til þeirri ofurríku, skipun fábjána í lykilstöður, takmörkun á vísindarannsóknum, viðskipti við þá sem stunda gróf mannréttindabrot…

Að sama skapi virðist athyglin beinast að innihaldslausum kjaftagangi, stórkarlalegum yfirlýsingum, svívirðingum, yfirkeyrðum athugasemdum, sjálfsvorkunn, myndbrotum þar sem hann gerir sig að fífli, hver vill halda í höndina á honum (og hver ekki) og hvernig honum er heilsað.

Ég held nefnilega að mögulega hafi hann engan sérstakan áhuga á völdum og ég held að hann hafi ekki nokkurn minnsta áhuga á að Ameríka verði aftur „stórkostleg“ – veit reyndar ekki hvort hann tekur El Salvador, Síle og Kanada í þær pælingar.

Ég held að hann sé athyglissjúkur, forsetatíðin sé yfirkeyrður raunveruleikaþáttur og um leið og fólk missir áhugann þá hypjar hann sig burtu..

(ætli það sé ekki nauðsynlegt að gera enska útgáfu af þessari færslu?)

Lokað er á athugasemdir.