Nokkur atriði sem ég hef tekið eftir varðandi yfirlýsingu Trumps um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.
- Hann afneitar ekki hlýnun og að hægt sé að hafa áhrif á hana. Hann aftekur heldur ekki alfarið að fylgja ákvæðum samningsins, hann virðist eingöngu hugsa um hvernig skipta eigi kostnaðinum og að samningurinn eigi að kosta Bandaríkjamenn minna en gert er ráð fyrir.
- Þær ákvarðanir sem hann tekur núna geta fyrst tekið gildi eftir þrjú og hálft ár, merkilegt nokk, á svipuðum tíma og Bandaríkjamenn kjósa aftur til forseta. Þannig að það má segja að þetta sé ómerkileg sýndarmennska.
- Hann virðist halda að það sé til eitthvað sem heitir „hrein kol“ („clean coal“) og sé nothæfur orkugjafi.
- Mörg ríki og borgir í Bandaríkjunum ætla að hunsa ákvarðanir hans í þessu (eins og svo mörgu öðru).
- Hann virðist halda að að Parísarsamkomulagið sé eingöngu gert fyrir Parísarbúa.