Seðlar, aðeins að hugsa

Posted: júní 23, 2017 in Umræða
Efnisorð:

Vissulega virðist útspil fjármálaráðherra um að taka (ákveðna) peningaseðla úr umferð ekki hafa verið hugsað alla leið. Mögulega var þetta með ráðum gert, fá umræðu og velta upp möguleikum. Eða kannski bara vanhugsað… ég veit ekki.

Hitt er, að mér finnast viðbrögðin líka full mikið vanhugsuð, stór“karla“leg og einhvern veginn hugsuð til að forðast umræðu.

Ég velti amk. fyrir mér hvernig þetta horfði við ef við værum ekki með peningaseðla. Ímyndum okkur að ávísanir hefðu á sínum tíma „gert út af við“ peningaseðla. Eða einhver allt önnur þróun, skiptir ekki máli í þessu samhengi.

En ef svo væri…

Væru þá númeraðir peningaseðlar útgefnir af ríkinu endilega besta lausnin? Væri það aðferðin til að afnema forræðishyggju? Mögulega, en getur hugsast að til séu fleiri leiðir?

Ég veit að svarið er „já“ og ég veit að þær leiðir hafa kosti og galla, en væri ekki allt í lagi að velta þeim upp?

Lokað er á athugasemdir.