Ég lendi oftar en ekki í því í umræðum um hitamál að þeir sem ég er að ræða við rugla saman markmiðum og aðferðum. Ef ég er ekki sammála aðferðum þeirra að ákveðnu markmiði, sem ég er kannski fullkomlega sammála, þá gefa viðkomandi sér að ég hljóti að vera ósammála markmiðum þeirra. Og rökræðan (þrasið, rifrildið) fer í einhverja allt aðra átt en hún þarf að fara og skilar engu.
Ég er til að mynda alveg sammála flestum vinum / félögum / kunningjum (/ ókunnugu fólki sem vill ræða við mig) um að það er mjög mikilvægt að draga úr skaðsemi áfengisneyslu og minnka unglingadrykkju. Ég er hins vegar fullkomlega ósammála mjög mörgum þeirra um bestu leiðirnar að ná þessum markmiðum.
Á sama hátt er ég, til dæmis, á því að mansal sé alvarlegur glæpur og mikilvægt að gera það sem við mögulega getum til að útrýma því. Ég er hins vegar ekki á því að bann við vændi ég vænleg aðferð og í rauninni óttast ég að það virki þveröfugt.
Þannig væri gjarnan til mikilla bóta ef hægt væri að halda þræði í umræðum að vera ekki að rífast við mig um hluti sem við erum fullkomlega sammála um…