Flatjarðarsamfélagið

Posted: júní 25, 2017 in Umræða

Það er víst til eitthvað sem kalla má „Flatjarðarsamfélagið“ (Flat-earth society á ensku) og samanstendur af fólki sem hafnar vísindalegum staðreyndum og lifir í heimi kenninga, vefspjalls og almennrar afneitunar. Tala mikið um „baráttu“..

Það er reyndar styttra í þetta hjá þeim sem afneita hlýnun jarðar og ég býst alveg eins við að nokkrir vinir mínir detti í þessi samtök einn „góðan veðurdag“. Því, ef ég má leyfa mér smá útúrdúr, þá rímar þetta ansi vel saman, fólk grefur sig í misvísandi upplýsingar, falsaðar tölur, gögn sem tekin eru úr samhengi, sleppir gögnum sem ekki henta, tekur eitt smáatriði byggir á misskilningi og lætur það „trompa“ allar aðrar upplýsingar, gerir ráð fyrir að allir sem eru ósammála séu þátttakendur í alls herjar samsæri, les hverja kenninguna á fætur annnarri á hvers kyns bull-vefsíðum… í stað þess að fara upp í flugvél eða gera sér ferð upp að jökli og sjá hlutina með eigin augum.

En, uss, þetta var ekki punkturinn hjá mér.

Ég sá nefnilega nýlega grein/færslu/skýringu frá Flatjarðarsamfélaginu sem kynnti mynd af jörðinni. Og jafnvel hjá þeim er jörðin ekki „flöt“ heldur einhvers konar hálfkúla! Þannig að kannski verður næsta della hjá fólki sem getur ekki unnið úr upplýsingum,“Hálfkúlujarðarsamfélagið“?

Lokað er á athugasemdir.