Og auðvitað er hið besta mál að loka Deildu..

Posted: október 15, 2014 in Tónlist, Umræða
Efnisorð:, ,

Auðvitað er rétt að loka síðum eins og „deildu“. Það má vera að það sé ekki erfitt að fara fram hjá svona lokunum og væntanlega finna þeir sem reka þetta sér aðrar leiðir.

Og auðvitað eru til betri leiðir til að berjast gegn ólögmætri dreifingu efnis, þeas. þjófnaði.

En það eru kostir við svona lokanir.

Þetta truflar fyrir og tefur rekstur á svona síðum.

Þetta sendir ákveðin skilaboð og áminningu um að þetta er ekki í lagi. Ef þjófnaður er látinn óátalinn (svona almennt séð) þá eru það skilaboð til þeirra sem vilja stela að þetta sé í rauninni í góðu lagi.

Mögulega fara einhverjir þeirra sem hafa notað síðurnar að hugsa sinn gang.

Og kannski verður það til þess að færri missa vinnuna, td. við framleiðslu á efni, útgáfu tónlistar. Jú það eru staðfest dæmi þess að hætt hefur verið við framleiðslu á sjónvarpsefni vegna þess að fyrri hlutar voru „í boði“ á deildu. Er það ekki hið besta mál?

Athugasemdir
 1. Ég skil ekki alveg um hvað þetta snýst. Hafa þessi netfyrirtæki, Hringdu og Vondafone, veitt einhvern sérstakan aðgang að Deildu, eða er verið að þvinga þau til að loka aðgangi viðskiptavina að þeim? Það síðarnefnda teldi ég hrikalegt; að netveiturnar eigi að stjórna því að hverju viðskiptavinir hafi aðgang á netinu.

  • Eins og í fyrri dæmum (td. barnaklám) þá er verið að dreifa ólögulegu efni… ég sé ekkert að því að takmarka aðgang í þessum tilfellum (gerir kannski ekki mikið gagn til lengdar).

 2. HVENÆR mun einhver grípa þetta rosalega viðskiptatækifæri sem er í boði hérna á Íslandi? Gera t.d. íslenska „Netflix“ síðu, með bæði nýju og gömlu íslensku efni? Nóg er til af því og næg eftirspurn.
  Því þetta er framtíðin. Fólk vill geta haft aðgang að afþreyingarefni í gegnum netið, ekki þurfa að bíða eftir DVD á uppsprengdu verði.

  • Eins og ég segi, það eru til betri leiðir – ma. að hafa aðgengi að efni í boði á auðveldan hátt.

   En það eru líka dæmi um fólk sem stelur efni þrátt fyrir að eiga kost á að sækja það á einfaldan og ódýran hátt – og eitt nýlegt dæmi um sjónvarpsþáttaröð sem auðvelt var að sækja, en var það mikið stolið að hætt var við næstu seríu.

   En auðvitað er þetta til þess að gera gagnslaust, en mögulega vekur einhverja..

 3. E Einarsson skrifar:

  Þetta er bara ekki raunhæft. Símafélögin eru ekki einusinni búin að loka þessum síðum og nú þegar er Deildu komið á aðra slóð og þá komið framhjá því. Er núna annað ársferli farið í gang til að fá lögbann á það líka, og svo koll af kolli?

  Þetta er ekki rétta leiðin.