Forsendubrestarfyrirspurn

Posted: apríl 11, 2014 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Þessi spurning hefur nú dúkkað upp annars staðar, en oftar en ekki sem hluti af stærra samhengi. Og hvort sem er, svörin virðast ekki á lausu.

Þannig að mig langar til að spyrja þá sem tala fyrir svokölluðu skuldaleiðréttingarfrumvarpi stjórnarinnar.

Hvaða forsendur hafa brostið hjá þeim sem fá leiðréttingu á skuldum samkvæmt frumvarpinu? Þá á ég auðvitað við forsendur sem eingöngu hafa brostið hjá þeim sem frumvarpið nær til. Og ég á líka auðvitað eingöngu við þá sem ekki hafa fengið aðrar leiðréttingar, svo sem hækkað verð á húsnæði.

Svarið mætti gjarnan vera rökstutt og því mættu fylgja tilvísanir í gögn, bæði til stuðnings því að forsendubrestur hafi orðið hjá þessum hópi og sérstaklega til stuðnings því að aðrir hafi ekki orðið fyrir sama bresti.

Þá væri vel þegið að svarið væri laust við að uppnefna mig og/eða gera mér upp annarlegar hvatir. Mér þykir þetta nefnilega nokkuð forvitnilegt.

Lokað er á athugasemdir.