Stjórnmálaflokkar með skoðanir

Posted: apríl 13, 2014 in Stjórnmál, Umræða

Ég hélt að hlutverk stjórnmálaflokka væri, svona að einhverju leyti, að halda uppi umræðu og hafa skoðanir – jafnvel koma svo hlutum í verk.

Nú sé ég að fyrrum ráðamaður hjá stórum stjórnmálaflokki kvartar yfir því að skoðanir trufli andrúmsloftið innan flokksins og að það sé þess vegna ekki nægilega gott.

Þetta skýrir kannski hvers vegna ég hef aldrei átt heima í stjórnmálaflokki.

Svona getur maður verið vitlaus.

Lokað er á athugasemdir.