Vegna umræðu um ásakanir um kynþáttafordóma í HÍ…

Posted: september 6, 2013 in Trú, Umræða
Efnisorð:, ,

Ég skrifaði bloggfærslu á Eyjunni fyrir nokkrum árum þar sem ég spurði hvort það væri í lagi að gefið væri sterklega í skyn í kennslu í HÍ að ég væri haldinn kynþáttafordómum.

Ég átti fyrir nokkrum dögum spjall á Facebook við viðkomandi kennara og þar kom fram að hann var ósáttur við að ég væri að saka hann um að gefa í skyn að ég væri haldinn kynþáttafordómum. Þetta snerist um gyðinga og hann skýrði að hann hefði átt við þá sem væri gyðingstrúar, ekki gyðinga sem kynþátti, ættkvísl, ættbálk, þjóð eða annað sem einkennir fólk vegna uppruna. Hann hefur staðfest að þetta hafi skýrt komið fram í kennslu.

Við erum svo sem ekki alveg sammála um hvort framsetningin hafi gefið tilefni til að ég dró þessar ályktanir, en það er aukaatriði.

Aðalatriðið er að ég tek skýringar kennarans góðar og gildar og tel ekki að gefið hafi verið í skyn að ég sé haldinn kynþáttafordómum í þessari kennslu.

A hinn bóginn er ég er svo auðvitað ekkert sáttur við að gefið hafi verið í skyn að ég standi á nokkurn hátt fyrir að fordæma minnihlutahópa á borð við þá sem eru gyðingatrúar. Þá eru önnur atriði úr þessu kennsluefni sem virka enn undarlega á mig og ég hef enn ekki fengið góðar og gildar skýringar á þeim.

En það er jákvætt að koma að minnsta kosti einu atriði út af borðinu. Og það er jákvætt að ræða málið. Kannski eru skýringar á einhverjum fleiri atriðum þannig að þau hafa verið kynnt á fullnægjandi hátt. Kannski eru athugasemdir réttmætar og kennarinn samþykkir að kennsluefnið hafi ekki verið nægilega gott.

Athugasemdir
  1. Baldur skrifar:

    ECri european commision against racism and intolerance tc. setur fordild vegna trúarbragdaundir hatt raisma

    • OK, takk fyrir það, ég vissi reyndar ekki af þessari skilgreiningu.. enda, eins og ég nefndi ekkert sérstaklega sáttur við fordóma gagnvart trúarbrögðum. Viðkomandi kennari hefur reyndar sagt að hann hafi heldur ekki ætlað að saka okkur um fordóma gagnvart gyðingum sem hópi sem aðhyllist trúarbrögð… ég skil enn ekki hvernig það má vera út frá framsetningu efnisins, en mér finnst sjálfsagt að hlusta á skýringar.