Posts Tagged ‘Háskóli Íslands’

Ég skrifaði bloggfærslu á Eyjunni fyrir nokkrum árum þar sem ég spurði hvort það væri í lagi að gefið væri sterklega í skyn í kennslu í HÍ að ég væri haldinn kynþáttafordómum.

Ég átti fyrir nokkrum dögum spjall á Facebook við viðkomandi kennara og þar kom fram að hann var ósáttur við að ég væri að saka hann um að gefa í skyn að ég væri haldinn kynþáttafordómum. Þetta snerist um gyðinga og hann skýrði að hann hefði átt við þá sem væri gyðingstrúar, ekki gyðinga sem kynþátti, ættkvísl, ættbálk, þjóð eða annað sem einkennir fólk vegna uppruna. Hann hefur staðfest að þetta hafi skýrt komið fram í kennslu.

Við erum svo sem ekki alveg sammála um hvort framsetningin hafi gefið tilefni til að ég dró þessar ályktanir, en það er aukaatriði.

Aðalatriðið er að ég tek skýringar kennarans góðar og gildar og tel ekki að gefið hafi verið í skyn að ég sé haldinn kynþáttafordómum í þessari kennslu.

A hinn bóginn er ég er svo auðvitað ekkert sáttur við að gefið hafi verið í skyn að ég standi á nokkurn hátt fyrir að fordæma minnihlutahópa á borð við þá sem eru gyðingatrúar. Þá eru önnur atriði úr þessu kennsluefni sem virka enn undarlega á mig og ég hef enn ekki fengið góðar og gildar skýringar á þeim.

En það er jákvætt að koma að minnsta kosti einu atriði út af borðinu. Og það er jákvætt að ræða málið. Kannski eru skýringar á einhverjum fleiri atriðum þannig að þau hafa verið kynnt á fullnægjandi hátt. Kannski eru athugasemdir réttmætar og kennarinn samþykkir að kennsluefnið hafi ekki verið nægilega gott.

Akademískt frelsi

Posted: febrúar 13, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Getur nokkuð verið að þeir sömu og höfðu hvað hæst um „akademískt frelsi“ þegar gerðar voru athugasemdir við vinnubrögð stundakennara við Háskóla Íslands um trúleysingja fyrir nokkru – séu þeir sömu og eru nú að fara fram á rannsóknir og jafnvel hreinsanir í þessum sama skóla?

Siðir Háskóla Íslands

Posted: október 25, 2012 in Umræða
Efnisorð:,

Ég verð að fá að vekja athygli á góðri samantekt á síðu Vantrúar á erindi félagsins til Háskóla Íslands vegna kennsluhátta í guðfræðideild.

Samantektina má finna hér http://www.vantru.is/2012/10/24/12.00/.

Það er nú varla hægt að lýsa þessari fáránlegu atburðarás í styttra máli en gert er í greininni.

En þarna kemur glöggt fram hversu vel og málefnalega Vantrú stóð að þessu erindi og mikill og eindreginn sáttavilji félagsins.

Þá er athyglisvert að sjá misræmi í frásögnum kennara og forstöðumanna guðfræðideildar.

Og kannski staðfestir þetta að eitthvað var bogið við kennsluefnið. Engin leið er að átta sig á hvort um vísvitandi brenglun á gögnum var að ræða eða hvort menn höfðu einfaldlega ekki burði til að skilja texta betur en þetta.

Tilefni erindis Vantrúar var að í kennslu í HÍ væri dregin upp mjög brengluð mynd af félaginu með því að breyta tilvitnunum, skrumskæla texta og setja fram fullyrðingar án þess að nokkrar staðreyndir séu fyrir hendi þeim til stuðnings.

Viðbrögðin voru nefnilega meðal annars að taka illa fenginn texta af innra spjallborði félagins..  rífa úr samhengi og snúa merkingu á haus.