Siðir Háskóla Íslands

Posted: október 25, 2012 in Umræða
Efnisorð:,

Ég verð að fá að vekja athygli á góðri samantekt á síðu Vantrúar á erindi félagsins til Háskóla Íslands vegna kennsluhátta í guðfræðideild.

Samantektina má finna hér http://www.vantru.is/2012/10/24/12.00/.

Það er nú varla hægt að lýsa þessari fáránlegu atburðarás í styttra máli en gert er í greininni.

En þarna kemur glöggt fram hversu vel og málefnalega Vantrú stóð að þessu erindi og mikill og eindreginn sáttavilji félagsins.

Þá er athyglisvert að sjá misræmi í frásögnum kennara og forstöðumanna guðfræðideildar.

Og kannski staðfestir þetta að eitthvað var bogið við kennsluefnið. Engin leið er að átta sig á hvort um vísvitandi brenglun á gögnum var að ræða eða hvort menn höfðu einfaldlega ekki burði til að skilja texta betur en þetta.

Tilefni erindis Vantrúar var að í kennslu í HÍ væri dregin upp mjög brengluð mynd af félaginu með því að breyta tilvitnunum, skrumskæla texta og setja fram fullyrðingar án þess að nokkrar staðreyndir séu fyrir hendi þeim til stuðnings.

Viðbrögðin voru nefnilega meðal annars að taka illa fenginn texta af innra spjallborði félagins..  rífa úr samhengi og snúa merkingu á haus.

Lokað er á athugasemdir.