Frekar rólegur dagur, byrjaði í nuddi hjá Öggu Hrönn í Sundlauginni á Seltjarnarnesi.. og það var sko ekkert hálfkák heldur hressilega tekið á því – alvöru nudd, eitt það albesta og hef ég þó farið víða. Kíkti aðeins á frekar leiðinkega seinni hluta leikjanna í ensku deildinni á English Pub, ætlaði að líta við á Hamraborgarhátíðinni, en annað hvort stóð hún stutt, eða var frekar fámenn.