Þvæla á RÚV

Posted: júlí 9, 2013 in Umræða
Efnisorð:, ,

Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig RÚV getur boðið upp á þvælu eins og eitthvað sem var kallað „heimildamynd“ og var sýnd í gær.

Mér skilst að ég geri kannski full stífar kröfur til heimildamynda, finnst að þær eigi að vera upplýsandi, benda á staðreyndir og jafnvel kynna rannsóknir eða niðurstöður þeirra – og auðvitað mögulega viðtöl þar sem viðmælandi hefur eitthvað fram að færa. Snúast um staðreyndir og vera fræðandi. Hafi mögulega eitthvað fram að færa annað en að koma einhverju dómsdags rugli inn í höfuðið á fólki. Kannski mín kröfuharka.

En er enginn kjaftæðissía í gangi, er í lagi að bjóða upp á hvaða þvælu sem er, bara vegna þess að einhver hefur púslað því saman í mynd? Amk. ein kona virðist hafa drepið sig á að taka þessu kjaftæði bókstaflega, önnur var hætt komin… kannski fær sú sem dó Darwin verðlaunin.

Athugasemdir
 1. Einar skrifar:

  Einn skemmdi í sér augun með sólarglápi. Annar þóttist vera svo sterkur en var það ekki. Musteri meðalmennskurnar.

 2. Rutseg skrifar:

  Heimildarmyndir þurfa ekki að vera grundvallaðar á vísindalegum rannsóknum og niðurstöðum þeirra.
  Þetta var ágæt heimildarmynd um undarlegan hugsunarhátt og leit mannanna að „sannleikanum“ sem þeir auðvitað finna ekki.
  Það er svo í góðu lagi að menn deyi í svona fikti. Menn ekki bara munu deyja heldur meiga þeir það líka.
  Í gegnum tíðina hefur fjöldi manna í tækni-og efnageiranum hefur örkumlast eða dáið í leit að alls kyns lausnum og munu gera það áfram.
  Leitin að hinni andlegu lausn er svosem ekkert öðruvísi.

  • Ég geri kannski strangari kröfur en margir um heimildamyndir, en er ekki í lagi að draga mörkin við að ekki sé verið að básúna sannanlega þvælu?

   Eflaust hafa einhverjir dáið í tilraunum við þróun á tækni, en það hefur ekki verið við eitthvað sem er sannanlega rangt fyrirfram. Eða, amk. hafi svo verið, þá væri jafn vitlaust að sýna heimildamynd um það á sömu nótum og þessi mynd var.

 3. Andrés Valgarðsson skrifar:

  Það er náttúrulega bara búið að gengisfella hugtakið ‘heimildamynd’ svo svakalega að það er ekkert mark takandi á stimplinum lengur.