Það má deila um það hvort og í hvaða tilfellum það sé rétt að greiða þjóðaratkvæði um um skatta. Gallinn við þá leið er auðvitað að skattgreiðendum hættir til að greiða atkvæði gegn sköttum, enda þurfa þeir oftast sjálfir, að borga. Þetta skiptir þó auðvitað ekki máli þegar meta átti hvort vísa bæri lögum um auðlindagjald í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Við vorum ekki að fara fram á atkvæðagreiðsluna sem skattgreiðendur.
Við vorum að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu sem eigendur auðlindar og vildum fá að taka afstöðu til þess hvaða reglur eiga að gilda um nýtingu hennar.
Þess vegna settist forsetinn vitlausu megin við borðið þegar hann tók ákvörðun.
Og þess vegna varð ákvörðunin vitlaus.
Nánar um það síðar hvort rétt sé að greiða þjóðaratkvæði um tekjur og gjöld. Forsetinn hefur reyndar þegar sett fordæmi þess efnis að það sé í góðu lagi.