Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig RÚV getur boðið upp á þvælu eins og eitthvað sem var kallað „heimildamynd“ og var sýnd í gær.
Mér skilst að ég geri kannski full stífar kröfur til heimildamynda, finnst að þær eigi að vera upplýsandi, benda á staðreyndir og jafnvel kynna rannsóknir eða niðurstöður þeirra – og auðvitað mögulega viðtöl þar sem viðmælandi hefur eitthvað fram að færa. Snúast um staðreyndir og vera fræðandi. Hafi mögulega eitthvað fram að færa annað en að koma einhverju dómsdags rugli inn í höfuðið á fólki. Kannski mín kröfuharka.
En er enginn kjaftæðissía í gangi, er í lagi að bjóða upp á hvaða þvælu sem er, bara vegna þess að einhver hefur púslað því saman í mynd? Amk. ein kona virðist hafa drepið sig á að taka þessu kjaftæði bókstaflega, önnur var hætt komin… kannski fær sú sem dó Darwin verðlaunin.