Tilraunadýrin

Posted: júlí 6, 2013 in Stjórnmál, Umræða

Það er víst ekkert leyndarmál að ég hef ekki verið mikill aðdáandi Ólafs Ragnars Grímssonar. Alls ekki. En mér hefur skilist að hann hafi verið virtur fræðimaður á sínu sviði, þeas. stjórnmálafræði, og margir hafa borið honum vel söguna sem fræðimanni.

Getur verið möguleg skýring á undarlegri hegðun forsetans síðustu mánuði að hann sé einfaldlega að gera gera einhvers konar rannsókn eða tilraun? Hvað getur forseti komist upp með hjá (að við héldum fyrirfram) þokkalega vel upplýstri þjóð – áður en henni blöskrar.

Mér er að minnsta kosti farið að líða eins og tilraunadýri.

Lokað er á athugasemdir.