Dýrkeyptur IceSave sigur.. eða Pyrrhos gegn Æseif

Posted: apríl 27, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Það stefnir í að sigurinn í IceSave málinu verði okkur heldur betur dýrkeyptur þegar öll kurl koma grafar.

Vissulega var ég ánægður með að málið vannst… þrátt fyrir að ég mælti með að samþykkja hann á sínum tíma. Mér fannst áhættan einfaldlega ekki verjandi og málsstaður okkar engan veginn eins skotheldur og aðrir vildu meina. Samningurinn var fyrir mér ásættanlega niðurstaða samningaviðræðna þegar aðilar deila.

Málið vannst á tækniatriði sem hafði ekkert að gera með afstöðu þeirra sem börðust fyrir því að fella samninginn. Enginn hafði – amk. mér vitanlega – nefnt þessi rök í kosningabaráttunni. Og hafi einhver nefnt þetta var það að minnsta kosti ekki að ná til kjósenda.

En eftir stóð að málið vannst og sá flokkur sem barðist harðast gegn samningnum sópar að sér fylgi. Kjósendur virðast halda að þó málið hafi unnist hafi það eitthvað haft með afstöðu og rök flokksmanna að gera.

Og afleiðingin verður mögulega sú að ódýrar yfirlýsingar flokksmana í kosningabaráttunni laða kjósendur að flokknum. Kjósendur hugsa líklega eitthvað á þá leið að fyrst flokkurinn hafi haft rétt fyrir sér í IceSave – sem hann hafði ekki – þá hljóti honum að vera treystandi í efnahagsmálum.

Einhverjir kjósendur hafa tekið sönsum eftir því sem flokknum vefst oftar tunga um tönn við að skýra hvað hann  meinar í rauninni með kosningaloforðunum. Og markviss gagnrýni á hugmyndir flokksmanna hafa

En eftir stendur að allt of margir virðast ætla að kjósa flokkinn.

Þetta gæti á endanum kostað okkur meira en það sem við „spöruðum“ með IceSave. Pyrrhosar-sigur var þetta einhverju sinni kallað.

Lokað er á athugasemdir.