Posts Tagged ‘Kosningalög’

5% ruglan

Posted: apríl 29, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Það hafa verið einhverjar umræður um hvort 5% reglan í kosningakerfinu eigi rétt á sér eða ekki.

Svarið er einfaldlega kýrskýrt „nei“.

Eða ætlar einhver í alvöru að halda því fram að það sé eitthvert réttlæti í því að 2.430 kjósendur Framsóknarflokks fái sinn fulltrúa á þing á meðan 5.855 kjósendur Dögunar fá engan fulltrúa á þing?

Auðvitað er þetta óréttlát og ósanngjörn regla, sett inn á sínum tíma til að fækka smáflokkum og auðvelda stjórnarmyndum. Hún er sem sagt hugsuð af – og fyrir – stóra flokka á þingi. En ekki fyrir kjósendur. Þetta eitt og sér sýnir svo ekki verður um villst, að stjórnmálaflokkar og/eða þingmenn eiga ekki að vera að vasast í kerfinu sem ræður því hverjir ná inn á þing.

Á sama tíma var reyndar felld út regla um að framboð þyrfti að ná kjördæmakjörnum manni til að eiga rétt á jöfnunarsæti. Það var reyndar rétt að fella þá reglu út en að sama skapi fráleitt að setja þessa reglu. Það eru engin rök fyrir reglunni, það er ekkert sem segir að ekki megi úthluta þingsætum út frá fjölda atkvæða.

Þá kemur fjöldi jöfnunarmanna þessu heldur ekkert við, það er jú alltaf betra að hafa þá fleiri en færri, þá eru meiri líkur á að góður jöfnuður náist. En sá fjöldi hangir á misvægi atkvæða, ekki einhverri 5% reglu.

Einhver umræða hefur verið um að þessi regla hjálpi til að við ná jöfnuði þingflokka. Það er einfaldlega ekki rétt, hún skekkir þá úthlutun.