Posts Tagged ‘Evrópukeppni’

Rétt og skylt að óska Víkingum aftur til hamingju með árangurinn í Evrópu, vel gert og skilar sér í íslenskan fótbolta.

Breiðablik og Víkingur – og kannski KA eitt skiptið – hafa verið í fararbroddi íslenskra liða í Evrópu síðustu árin og árangurinn skilar sé í íslenskan fótbolta, fleiri íslensk lið fá þátttökurétt í Evrópukeppnum og við fáum fleiri leiki.

Kvennalið Breiðabliks var auðvitað fyrst íslenskra liða til að komast í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu.

Karlalið Breiðabliks náði svo sögulegum árangri 2023 þegar liðið varð fyrst íslenskra karlaliða til að komast í riðlakeppni Evrópumóts.

Og í fyrra (og reyndar aðeins inn í 2025) náðu Víkingar mjög góðum árangri í breyttu fyrirkomulagi Sambandsdeildar Evrópu.

Það er mikið talað um og mikið gert úr því – aðallega af stuðnings- og forsvarsmönnum Víkinga Smile – að Víkingar hafi náð lengst allra íslenskra lið í Evrópu. En bæði liðin voru reyndar í síðasta áfanga fyrir 16 liða úrslitin, Víkingar vissulega nær því að fara áfram en leið Blika talsvart erfiðari.

Ef við skoðum aðeins tvö síðustu tímabil þá spiluðu bæði liðin jafnmarga leiki í Evrópumótum, Breiðablik vann 7, Víkingar unnu 6. Breiðablik átti talsvert erfiðari andstæðinga, stuðull UEFA á andstæðingum Blika var 336 en Víkinga 136. (Ég veit vel að þessir stuðlar hafa sínar takmarkanir og eru villandi í einstaka tilfelli, en að jafnaði er þetta ágætur mælikvarði og sá mælikvarði sem UEFA notar).

Svo má líka hafa söguna aðeins á bak við eyrað. Liðum og tækifærum hefur fjölgað mjög mikið í Evrópukeppnum síðustu áratugina. Það er eiginlega ekki hægt að bera árangurinn í dag saman við árangur íslenskra liða á síðustu öld. Með því fyrirkomulagi sem var hér áður hefðu Víkingar dottið út í fyrstu umferð og Blikar í fjórðu árið áður.

Ég ítreka að ég er ekki að gera lítið úr árangri Víkinga, en er aðeins að láta trufla mig að mér finnst verið að tala niður árangur Blika.

En þar fyrir utan, hlakka til að sjá bæði lið – og vonandi fleiri – gera enn betur á næsta tímabili.

Rosenborgar rökleysan

Posted: ágúst 31, 2023 in Fótbolti, Spjall
Efnisorð:, ,

Ég nefndi í framhjáhlaupi í grein um leik Breiðabliks og KR að mér þætti ekki til fyrirmyndar að keppninautar liðsins reyndu að nýta sér leikjaálag Blika með því að spila fast og leggja leikmenn í hættu. Kannski var þetta ekki meðvitað, kannski sáu liðin tækifæri – en líklegasta skýringin er nú að þetta hafi verið minn misskilningur.

Í framhaldinu hófust umræður við ágæta félaga um hvort það væri íslenskum fótbolta til góðs að stórar fjárhæðir kæmu til íslenskra félaga.

Ég hef svona í mínum gamaldags hugsunarhætti viljað sjá íslenskum liðum ganga vel, sjá íslenskan fótbolta fá tækifæri til að bæta þróun og uppbygginu. Allt hjálpar til við að byggja upp og koma okkur upp á næsta þrep.

Að ég tali nú ekki um að koma upp aðstöðu þannig að íslensk félagslið og landslið séu ekki á endalausum undanþágum til að fá að leika heimaleikina á Íslandi.

Og auðvitað hef ég ákveðnar skoðanir á hvaða félög myndu nýta þetta best.

Það er svo ansi sláandi hversu mikið er staglast á rökleysunni um Rosenborg í Noregi þegar verið er að tala um að það sé ekki „gott“ fyrir íslenskan fótbolta að fá fjármagn til frekari uppbyggingar. Þetta er auðvitað þekkt rökleysa – úr fyrsta hefti rökleysubókarinnar – þeas. taka eitt stakt dæmi og alhæfa út frá því..

Ef einhver vill halda því fram að það sé ekki „gott“ fyrir íslenskan fótbolta að fá inn fjármagn til uppbyggingar þá kalla ég eftir almennum upplýsingum og gögnum sem sýna að fjármagn kemur sér illa fyrir fótboltann í því landi sem það skilar. Ef þær upplýsingar og gögn eru ekki til staðar þá væri ég alveg til í að heyra ekki aftur meira af þessu Rosenborgar tali.

Og á hinn bóginn, ef hægt er að sýna fram á þetta sé skelfilegt fyrir starfið í viðkomandi landi, er þá ekki sjálfgefið að hætta að senda lið í Evrópukeppnir? Eða hætta fyrir riðlakeppni?

Kannski fyrst þurfi nú að skilgreina hvað er „gott“ og hvað er ekki „gott“.

Það sem ég er enn ekki að ná að hugsa eða skilja er, já-ég-myndi-vilja-að-mitt-lið-fengi-svona-peninga-en-það-væri-ekki-gott-fyrir-íslenskan-fótbolta-og-ég-vil-frekar-að-peningarnir-endi-í-öðrum-löndum-en-hjá-keppinautum-míns-félags. Þetta er einhvers konar “ég vil frekar að íslenskur fótbolti staðni og mitt lið geti safnað verðlitlum titlum”. Betra að vera stórt síli í lítilli tjörn en að þora að..

Blikar á Parken

Posted: ágúst 2, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:, ,

Ekki kemst ég á leik Breiðabliks á Parken í undankeppni meistaradeildar Evrópu..

En ég sá haft eftir Óskari Hrafni að það gæfi honum ekki mikið að liðið hafi spilað vel í fyrra leiknum í ljósi þess að leikurinn tapaðist.

Auðvitað má deila um hversu vel liðið hafi spilað þegar það fær svona mörk á sig – og á hinn bóginn nýtir ekki færin betur.

En.. við skulum ekki gleyma að liðið spilið stóran hluta leiksins mjög vel og skapaði talsvert af færum, eiginlega ótrúlegt að skora ekki..

Eina leiðin til að koma íslenskum fótbolta á betri stað er að liðin þori – og geti – spilað fótbolta. Það er ekkert svo langt síðan íslensk lið fóru illa út úr Evrópuleikjum og áttu í besta falli sómasamlega baráttu í tapi í vonlausum leikjum. Breiðablik hefur verið fremst í að þróa íslenskan fótbolta, bæði í karla og kvennaflokki og vonandi fylgja fleiri félög, það eru þegar merki um að árangur Blika skili sér til annarra félaga – og ekki spillir að árangur Blika er að skila fleiri félögum sætum í Evrópukeppnum.

Nú veit ég (auðvitað) ekkert um það hvernig leikurinn fer í kvöld, mögulega gengur allt á afturfótunum og úrstlitin verða óhagstæð.

En, það er alveg möguleiki á að liðið standi sig vel, og vinni jafnvel upp tapið hér heima. Það sem vekur von er einmitt að liðið getur spilað fótbolta á móti “stórum” liðum.