Posts Tagged ‘Dögun’

Dögun er kannski ekki eins fjarri mér og ætla mætti í fyrstu. Þarna er að minnsta kosti fólk sem ég þekki af góðu einu og hefur einlægan vilja til að bæta hag heimilanna.

Margrét Tryggvadóttir stóð með breyttri stjórnarskrá alla leið og á hrós skilið fyrir.

Það strandar þó á því að ég er þeim fullkomlega ósammála í þeirra helsta baráttumáli, þeas. afnámi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin er ekki vandamálið, eins og ég hef marg sinnis fært rök fyrir, heldur háir vextir, undarlega samsett vísitala og há greiðslubyrði.

Þá hjálpar ekki að helstu talsmenn framboðsins hafa sýnt það sem mér finnst fákunnátta og skammsýni.

Sama gildir um mörg stefnumála, eins og að ríkið eigi að sýna frumkvæði… ég er einfaldlega ósammála.

Svo eru auðvitað atriði þar sem ég er þeim sammála, td. varðandi betra og opnara lýðræði.