Posts Tagged ‘Björt framtíð’

Björt framtíð leit þokkaleg út til að byrja með og þarna er fullt af alveg ágætis fólki – en það gildir auðvitað um fleiri.

Ruglingsleg afstaða í stjórnarskrármálinu framan af var ekki til að auka álit mitt á flokknum.

Þátttakan í að drepa stjórnarskrármálið vegur mjög þungt, er nánast úrslitaatriði.

Stuðningur við ríkiskirkjuna er svo annað þungt lóð á vogarskálarnar.

Og… svona almennt séð finnst mér stefnan frekar þunn og óljós, almennt spjall sem ber svo sem vott um góðan vilja, en lítið um hvernig á að láta þennan góða vilja verða að veruleika. Það er kannski ekki sanngjarnt að hengja sig í stöku ummæli en einn frambjóðandi sagði (að mér skilst) að í menntamálum væri stefnan einföld, þau vilji meira gott og minna vesen. Sem hefði auðvitað getað verið skemmtilegur inngangur, en er frekar verðlaus þegar ekkert meira kemur. Og síðasti dropinn er svo þessi að kynningaraðferð, þeas. að flagga fræga og fína fólkinu, ekki alveg að virka fyrir mig.

Kannski er ég ekki að meta þetta rétt, en eftir stendur stjórnarskrármálið og ríkiskirkjan, nægja til að afþakka atkvæði mitt.