Sarpur fyrir júní, 2025

Alþjóðasambandið FIFA er stöðugt að reyna að bæta reglur fótboltans og gengur bara nokkuð vel. Ég er ekki viss um að starfsmenn þar lesi færslurnar mínar reglulega en kannski skilar þetta sér á endanum.

Ég er nefnilega viss um að það má bæta leikinn enn frekar með eftirfarandi breytingum:

  1. Leikmaður sem þarfnast aðhlynningar vegna “krampa” þarf að yfirgefa völlinn í 10 mínútur.
  2. Eftir að mark er skorað láta leikmenn beggja liða boltann vera og dómarinn fer með hann að miðju.
  3. Ef markvörður leggst eftir að hafa náð fullu valdi á boltanum þá kostar það áminningu.

Þetta snýr allt að því að takmarka möguleika liða til að tefja og hægja á leiknum. Það er aðeins ínlegt að sjá vel þjálfaða leikmenn, sem klára heilu leikina á vandræða allt í einu lyppast niður hver á fætur öðrum og þurfa aðhlynningu “tímunum saman”.

Ég á (átti) nokkra vini / félaga / kunningja sem studdu trúðinn sem situr á forsetastól í ónefndu ríkjasambandi.

Það hefur talsvert kvarnast úr stuðningnum..

  • hann átti að hafa svo mikið vit á viðskiptum, en skilur ekki hvernig tollar virka og virðist halda að framleiðendur í öðrum löndum borgi þá.. eitthvað fækkaði nú í aðdáendahópnum þegar þetta kom í ljós.
  • hann átti að vera svo snjall að reka fyrirtæki að það væri fín hugmynd að fá hann til að reka ríkissjóð, en svo rifjaðist upp löng saga gjaldþrota, hafði einhver, en merkilega lítil áhrif.
  • hann átti að vera svo harður samningamaður, en flumbrugangur, stöðugur sveiflur og endalausar eftirgjafir þar sem allt var gefið eftir slógu það út af borðinu.
  • þá voru þau sem voru sátt við að hann hefði komið sér undan því að gegna herþjónustu með því að láta pabba kaupa sér frí, sem ég gæti svo sem skilið, en svo vill hann hersýningu á afmælinu!
  • hann átti að vera óvenjulegur stjórnmálamaður og koma með ferska vinda í umhverfi sem var á kafi í mútuþægni.. vindarnir hafa vissulega verið ferskir en í þá átt að mútur hafa komið eins og loftlagsbreytinga stormsveipur í stjórnmálin vestanhafs og aldrei verið meiri og augljósari.
  • hann ætlaði svo sannarlega að sjá til að verð á nauðsynjavörum lækkaði, það hefur ekki beinlínis gengið eftir, þvert á móti, staglaðist á þessu í kosningabaráttunni, en fer í smábarnafýlu ef einhver rifjar þetta upp – hefur svo sem ekki breytt miklu fyrir stuðningsfólk hér á landi, en ekki þurft að kaupa “köttinn” í sekknum.
  • margir voru ánægðir með þær fyrirætlanir að ráðast ekki inn í önnur lönd, en hótanir um innrásir á Grænland og Panama hafa nú gert það að engu, sennilega sneru nú flestir bak við honum eftir þetta.
  • þá voru einhverjir sem töldu hann talsmann hefðbundinna fjölskyldugilda, þrátt fyrir óhefðbundna fjölskyldusögu.. en það féll svo endanlega þegar kom í ljós að hann hafði keypt sér kynlífsþjónustu, en þetta var jú vitað fyrir og virtist ekki breyta miklu.
  • öðrum fannst mikið til koma hvernig til stóð að taka á ólöglegum innflytjendum, það fór svo þegar kom í ljós að honum fannst allt í lagi að senda löglega innflytjendur úr landi.
  • einhverjir voru að sjá fyrir sér lög og reglu, en svo var hann dæmdur glæpamaður.
  • ég veit ekki hvers vegna fólki hér á landi hrífst af því að vilja gera lönd eins og Argentínu, Perú, Ekvador stórkostleg (kannski halda viðkomandi að það sé bara eitt ríki í Ameríku, það væri í takt við aðra fáfræði hópsins).

En síðasta hálmstráið sem stuðnigsmenn hans hér hafa hangið á eins og úrillur hvolpur á roði að hann sé nú samt betri vegna þess að forsvarsmenn hins stóra stjórnmálaflokksins séu á kafi í einhverjum vændishring (gott ef ekki barna). Þær kenningar standast ekki nokkra skoðun, eru eiginlega með vitlausari og glórulausustu samsæriskenningum sem haldið er á lofti.

Til að kóróna vitleysuna þá eru sams konar tengingar eru á milli forsetans og ætluðum skipuleggjanda vændishringins, meira að segja mun skýrari, hann og aðalskipuleggjandi hringsins virðast hafa verið góðir kumpánar og ítrekað verið að saman í teitum.. og forsetinn óskaði hægri hönd skipuleggjandans alls hins besta þegar upp komst um hlut hennar.

Ég ætla alls ekki að fullyrða að forsetinn tengist mansali, hvað þá tengdu börnum – til þess þarf talsvert meiri upplýsingar og gögn – en hann er mun líklegri en allir aðrir stjórnmálamenn vestanhafs.

Á endanum er þetta er svokölluð hring rökleysa.. fyrst gefur fólk sér að hópur B sé sekur um eitthvað, í framhaldinu gefur þetta sami hópur sér að þá hljóti hópur A að vera saklaus (sem er auðvitað hrein rökleysa) og svo þegar búið er að gefa sér (fyrirfram) að hópur A sé saklaus þá eru allar vísbendingar um “sekt” hans afgreiddar sem hluti af einhverju samsæri og ofsóknum – jafnvel þó öll gögn og vísbendingar séu mun sterkari.