u íAð einu leyti, amk., erum við með afleitt kosningakerfi. Og því valda þröskuldarnir. Það eru auðvitað engin málefnaleg rök fyrir því að kjósendur framboðs sem nær 4,9% fylgi fái engan fulltrúa en framboð með 5,0% fái 3 fulltrúa? Sama gildir um undarleg hlutföll við styrki vegna framboðanna.
Ég vildi óska þess að ég gæti ráðlagt fólki að kjósa eftir sannfæringunni.
En raunveruleikinn er sá að það er verið að velja fulltrúa á þing… og þá er afskaplega lítils virði að hafa lýst óánægju með að skila auðu, gera ógilt eða kosið framboð sem ekki eiga möguleika. Það styrkir þá sem flestir hinna kjósa og það færir völd til þeirra sem kannski síst skyldi.
Þetta er kannski svolítið eins og að fara á veitingastað og velja mat sem er ekki á matseðlinum eða ekki er hægt að afgreiða… þú getur farið á (segjum) Hard Rock, staðið á þínu og lýst yfir að þú viljir nú bara slátur eða þorláksmessuskötu um hásumar – og þú getur staðið á því að þetta sé þitt val… en ef þú ert ekki raunsær þá ferðu svangur/svöng heim.
Um leið og ég bið góða vini og félaga – sem eru í framboði og eiga allt gott skilið – afsökunar – en það er mikilvægt að hafa áhrif á skiptingu þingsæta..