Lýðheilsa, en bara ef það hentar mér..

Posted: febrúar 26, 2017 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Ég á auðvitað að hafa vit á að þegja um þetta áfengisfrumvarp.. en síðan hvenær hef ég haft vit á að þegja?

Í öllu falli þá er ég alveg búinn að fá upp í kok á þessu lýðheilsutali þegar kemur að minni háttar breytingum á sölu áfengis.

Það er ekki þverfótað fyrir tilvísunum í hvað lýðheilsufræðingum finnst og jafnvel þó bent sé á að gögnin sem þeir leggja til grundvallar standist ekki skoðun, þá er einfaldlega haldið áfram að endurtaka fullyrðingarnar aftur og aftur.

Ef fólk hefur virkilega trú á að lýðheilsurök komi þessu frumvarpi eitthvað við, þá ætti þetta sama fólk að eyða jafn mikilli, eða reyndar meiri, orku í að krefjast þess að allt áfengi væri bannað. Sama fólk ætti þá með sömu rökum að krefjast þess að tóbak, sykur, sælgæti, unnar kjötvörur yrði eingöngu selt í ríkisreknum verslunum. Nei, hvernig læt ég, auðvitað á að banna þetta alfarið, það eru mjög sterk lýðheilsurök fyrir því.

En fólki vefst allt í einu tunga um tönn og fingur um lyklaborð þegar á að teygja rökin lengra og yfir á eitthvað sem þeim hentar ekki sjálfum. Lýðheilsurökin virðast nefnilega bara telja „þegar það hentar mér“..

Og ég hef ekkert sérstaklega mikla samúð með svona málflutningi.

Lokað er á athugasemdir.