Það var kannski ekki auðvelt að átta sig á orðum forsætisráðherra á Alþingi, enda kominn í vonda stöðu og svörin kannski fyrst og fremst hugsuð til að drepa umræðunni á dreif.
En.. ef ég skildi rétt (sem þarf ekki að vera) þá var siðferði og siðareglur eitthvað sem þingmenn ættu að ræða sín á milli og komast að samkomulagi um – en það var samt óviðeigandi að ræað þetta í þinginu!
Og svo mátti skilja sem svo að allt væri siðferðilega í lagi ef kjósendur greiddu viðkomandi einstaklingi atkvæði í næstu kosningum, það væri í rauninni eina viðmiðunin. Burtséð frá því að kjósendur þurfa nú oftast að taka tillit til margra mála, vega og meta, út frá sínu gullfiskaminni í mörgum tilfellum – þá er þetta samt þannig að það er engin þörf á siðareglum.. bara kosningum eftir nokkur ár.
Hitt er svo líka skondin mótsögn.. að eftir að hafa orðið uppvís að því að leyna mikilvægum upplýsingum um eigið siðferði fyrir kjósendum rétt fyrir kosningar – þá er ansi holur hljómur í tali um að leggja siðferði í dóm kjósenda.