Skylda ráðuneyti til að birta strax

Posted: janúar 28, 2017 in Umræða

Það hefur á síðustu vikum komið í ljós að ráðherra fyrri ríkisstjórnar leyndi upplýsingum fyrir  kjósendum sem mjög líklega (svo ég segi nú ekki örugglega) hefðu komið sér illa fyrir framboð viðkomandi ráðherra í kosningunum. Það voru engar málefnalegar ástæður fyrir biðinni (að minnsta kosti ekkert sem hefur komið fram þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir) þannig að eina forsendan fyrir ákvörðun ráðherra virðist virðist vera að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna.

Ég veit alveg hvaða hugtak ég vil nota um það þegar ráðamaður tekur ákvörðun í skjóli valdsins sem færir honum aukin völd, en látum það liggja á milli hluta.

Það liggur fyrir frumvarp um upplýsingarskyldu ráðherra.

Mætti ekki bæta það og hafa enn skýrara að ráðuneytum sé skylt að gera skýrslur opinberar þegar þær berast? Mögulega gætu ráðuneytin haft 1-2 daga til að leiðrétta hugsanlegar staðreyndavillur, en að öðru leyti ættu þetta að vera opinber skjöl.. þau eru unnin af opinberum stofnunum og kostuð af skattfé.

Er eitthvað sem mælir á móti þessu? Kannski einhverjar vel skilgreindar undantekningar.

Lokað er á athugasemdir.