Núverandi kosningalög eru bæði ósanngjörn og ólýðræðisleg. Það eru engin rök fyrir því að framboð þurfi að ná tilteknum fjölda til að eiga rétt á jöfnunarþingmanni, kjósendur þeirra flokka eiga alveg sama rétt á fulltrúa á þingi og aðrir.
En þetta er staðreynd.
Það er auðvitað yfirlýsing í orði að veita smáframboði atkvæði sitt eftir bestu samvisku hvað sem kosningakerfinu líður.
En í verki er það stuðningur við núverandi stjórnarflokka.
Ég held að það væri sterkur leikur hjá þeim framboðum sem eru á mörkunum, eða eru langt undir, að styðja Pírata í núverandi kosningum og ná þannig fram breytingum á kosningalögunum og eiga með því raunhæfa möguleika á því að ná inn manni í næstu kosningum… sem mögulega þarf ekki að bíða eftir í fjögur ár..