Heilbrigðiskerfið, hvort sem er…

Posted: október 8, 2016 in Stjórnmál
Efnisorð:

Deilur um hversu mikið af almannafé á að setja til heilbrigðismála eru í rauninni óþarfar.

Annars vegar virðist vera það sjónarmið að það sé á ábyrgð okkar allra að tryggja öllum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Hins vegar heyrist að það þurfi að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og fara sparlega með almannafé.

Ég get alveg tekið undir fyrra sjónarmiðið, þetta er að mínu viti eitt af örfáum hlutverkum sameiginlegra sjóða.

Hitt er… að jafnvel ef við viljum hugsa um stöðu ríkissjóðs, þá er heilmikil skynsemi í því að hafa heilbrigðiskerfið eins gott og nokkur kostur er. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt til lengdar að hafa þetta í lagi. Það er nefnilega rándýrt að hafa fólk óvinnufært á biðlistum og það kostar sitt að ná ekki að meðhöndla sjúkdóma strax.

Þannig að það skiptir í rauninni ekki máli hvort við lítum á þetta sem samfélagslega ábyrgð eða hvort við metum fjárhag samfélagssins í heild meira.. niðurstaðan er alltaf sú sama.

Lokað er á athugasemdir.