Kosningaréttur fyrir 6 ára?

Posted: júlí 2, 2016 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Er ekki kominn tími til að veita börnum kosningarétt, td. við sex ára aldur? Jafnvel yngri?

Því hver eru rökin gegn því að börn fái að greiða atkvæði í almennum kosningum?

Ég er nokkuð viss um að flest rökin gegn kosningarétti barna gilda líka um fólk sem:

  • kýs án þess að nenna að kynna sér málefni sem kosið er um, hvort sem er í þjóðaratkvæðagreiðslum, þingkosningum eða sveitarstjórnarkosningum (ég sleppi kannski forsetakosningum, þar eru jú engin málefni)
  • tekur afstöðu út frá fordómum
  • lætur tilfinningaslagorð stjórna atkvæði sínu
  • stjórnast af órökstuddum hræðsluáróðri
  • getur einfaldlega ekki unnið úr upplýsingum og tekið málefnalega afstöðu

Lokað er á athugasemdir.