Forsetaframbjóðendafrasaþýðingar

Posted: maí 8, 2016 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

Það getur oft verið erfitt að átta sig á hvað forsetaframbjóðendur meina raunverulega, þvi þó margt sem þeir segja hljómi ekki illa, þá er ekki ólíklegt að eitthvað annað búi að baki.

Mig grunar að minnsta kosti að það megi lesa nokkrar athugasemdir á eftirfarandi hátt:

  • það þarf að tryggja stöðugleika -> Dorrit getur ekki hugsað sér að hætta að mæta í kóngaveislur
  • keppinautarnir eru að setja met með því að gagnrýna aðra frambjóðendur -> ég þoli ekki að aðrir taki upp mína „taktík“
  • fólk þekkir kosti mína og galla -> ég treysti á gullfiskaminni kjósenda
  • ég misskildi spurninguna -> mér datt ekki í hug að það kæmist upp um mig
  • ég er fastur fyrir -> ég tek ekki rökum eða mark á upplýsingum sem mér henta ekki

Lokað er á athugasemdir.