Páskar hjá trúlausum manninum…

Posted: mars 27, 2016 in Trúarbrögð, Umræða
Efnisorð:

Ég náði því aldrei þegar ég var ungur hvað páskaegg höfðu með krossfestingu og upprisu að gera, en var svo sem ekkert mjög gamall þegar ég gerði mér grein fyrir að líkast til ætti þessi siður sér aðrar rætur.

Ég er gjarnan spurður fyrir jólin hvort við trúlausir höldum jól, jafnvel sama fólk spyr mig ár eftir ár og verður alltaf jafn undrandi. Svarið er auðvitað „já“, enda jólin komin til löngu fyrir tíma kristninnar og tengjast ekki trúarbrögðum frekar en hver vill.

Sama kemur gjarnan upp um páska, hvað ég, trúlaus maðurinn, sé að gera með að halda upp á þetta. Páskarnir eiga reyndar eitthvað meiri rætur í trúarbrögðin en jólin, en eru fjarri því að vera takmarkaðir við kristni, án þess að það taki því að rekja þá sögu hér.

Engu að síður, þetta er eins og jólin, almennir frídagar.. sem við notum til að draga andann, hitta fjölskyldu og vini og kannski staldra aðeins við. Hverrar trúar – eða ekki trúar sem við erum.

Og étum yfir okkar af páskaeggjum – án þess velta fyrir okkur hvaðan sá siður kemur.

Lokað er á athugasemdir.