„Túlkunar“hefðin

Posted: janúar 9, 2016 in Trú, Trúarbrögð, Umræða

Ég sé að starfsmaður ríkisins er að kveinka sér undan því að of margir vilji kasta einhverri túlkunarhefð.

Eins og svo oft áður þegar þessi stétt er að reka áróður fyrir að vera áfram á ríkisspenanum þá er talað niður til allra sem voga sér að hafa aðra skoðun en þeir og skoðanir þeirra uppnefndar.

Það er eitt og annað við þetta að athuga.. og þetta helst.

Þetta er engin þúsund ára „túlkunarhefð“, þar til nýlega var þessu haldið fram sem staðreyndum og „túlkun“ kom hvergi við sögu. Og reyndar er mjög margir sem gera það enn. En á flóttanum frá upplýsingum og raunverulegum staðreyndum síðustu áratuga er allt í einu farið að tala um túlkun og jafnvel líkingamál. Þessi túlkun er í besta falli nokkurra áratuga gömul.

En það sem verra er þessi túlkun hefur verið og er enn notuð til að níðast á og brjóta mannréttindi á fólki. Skemmst er að minna fordóma gagnvart samkynhneigðum sem enn eru mjög áberandi í skjóli þessarar túlkunar.

Svo er líka allt í lagi að hafa í huga að þessi úrelta túlkun á kenningum sem klárlega standast enga skoðun er einfaldlega fullkomlega óþörf.

Í rauninni eru það því allt of fáir sem vilja kasta þessu út í hafsauga.

Lokað er á athugasemdir.