Við Fræbbblar spiluðum í Hörpunni, 28. febrúar 2013, til stuðnings Ingólfi Júlíussyni.
Viktor Orri tók okkur upp á videó og við fengum hljóðið frá starfsmönnum Hörpunnar.
Annar gítarleikari okkar Fræbbbla, Ríkharður H. Friðriksson, hefur nú hljóðblandað þetta og við settum hljóðið við myndirnar sem Viktor tók.
Árangurinn má sjá á Fræbbblarnir í Hörpu – Sex á tíu.
Þetta eru hráar upptökur, engu er bætt við, ekkert er tekið út og engin hlé eru falin.
Sex lög á rétt rúmlega tíu mínútum.
Við erum að minnsta kosti nokkuð sátt. Auðvitað eru einhverjir minni háttar hnökrar í spilamennsku og söng. Og hljóðið var auðvitað ekki tekið upp með útgáfu í huga.
Lögin eru:
- CBGB’s
- Ljóð
- Bjór
- Judge a pope just by the cover
- Hippar
- Æskuminning
Þarna spiluðu:
- Guðmundur Gunnarsson – trommur
- Helgi Briem – bassi
- Arnór Snorrason – gítar, söngur
- Ríkharður H. Friðriksson – gítar
- Valgarður Guðjónsson – söngur, gítar
- Iðunn Magnúsdóttir – söngur
- Brynjar Arnardóttir – söngur
- Kristín Reynisdóttir – söngur
Og eins og einhver sagði við okkur eftir hljómleikana, „Þetta var fínt hjá ykkur, en þurfið þið að gaufa svona mikið á milli laga?“
En fínt að birta þetta nú þegar upptökur á nýju plötunni okkar fara af stað í þriðja sinn.