Rugluð rök fyrir ofbeldi

Posted: júlí 9, 2015 in Umræða

Ég var að spjalla við mann sem ég kannast við og hann hélt því fram fullum fetum að það væri allt í lagi að beita ofbeldi.

Jú, það væri að vísu lögbrot, og það mætti búast við refsingu ef upp kæmist.

En rökin hans voru þau að það væri ekki hægt að koma algjörlega í veg fyrir ofbeldi. Ekki nema með miklu eftirlitskerfi þar sem frelsi borgaranna væri skert og „stóri bróðir“ fylgdist með hverju fótmáli.

Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, það væri nú samt ekki í lagi að ganga svona freklega á rétt annarra, þetta væri jú ólöglegt og það að strangt eftirlit til að koma algjörlega í veg fyrir ofbeldi þýddi ekki það sama og að ofbeldi væri löglegt.

Mig rámar í að hafa tekið sams konar umræðu vegna annars málefnis, man ekki alveg hvað það var…

Lokað er á athugasemdir.