Guðlast

Posted: júlí 2, 2015 in Umræða
Efnisorð:,

Mig langaði að skrifa færslu til að fagna því að guðlastlögin hafa verið afnumin. En þetta er svo augljóst og sjálfsagt mál og löngu útrætt að ég hef í rauninni ekkert um það að segja.

Svo datt mér í hug að fárast yfir þeim þingmönnum sem mölduðu í móinn – sem sumir hverjir hafa nú stundum verið með þeim skynsamari. En það er eiginlega óþarfi enda gef ég mér að þeir hafi áttað sig á endanum – og langar satt að segja ekkert til að vita hafi svo ekki verið.

Kannski má hrósa þeim sem tóku af skarið og lögðu frumvarpið fram, en ég er auðvitað löngu búinn að því.

Þannig að það er óþarfi að skrifa færslu í þetta sinn.

Lokað er á athugasemdir.