Ég er að velta fyrir mér að stofna nýja trúarhreyfingu.
Kenningin er að eftir dauðann þá upplifir hver einstaklingur allt sitt líf til hins óendanlega. Með öfugum formerkjum. Þeir sem koma vel fram við náungann fá sömu framkomu um alla eilífð – hlýju, ást, kærleika og allt það besta sem þeir hafa sýnt öðrum. En að sama skapi fá þeir sem koma illa fram við aðra að upplifa það á sjálfum sér óendanlega oft. Sá sem beitir ofbeldi og gengur í skrokk á öðrum upplifir stöðugt að það er verið að ganga í skrokk á honum, sá sem drepur upplifir að vera drepinn endalaust.
Nú eru engar sérstakar sannanir fyrir því að þetta verði svona. En það sama gildir auðvitað um öll (önnur) trúarbrögð.
Og ef við getum sannfært fólk um þetta þá er þetta öruggasta, einfaldasta og besta leiðin til að fá fólk til að tileinka sér betri hegðun – þeas. þeim sem ekki nægir heilbrigð skynsemi. Þetta er miklu betra en núverandi trúarbrögð því það eru enginn hvattur til að ráðast gegn öðrum og drepa „villutrúarmenn“.