Ég hef gaman af að horfa á góðan fótbolta. Eyði reyndar allt of miklum tíma í að horfa á leiðinlegan fótbolta, eftir að fótboltarásum fjölgaði á heimilinu, en það er önnur saga.
Einhvern veginn finnst mér sem dýfur leikmanna séu í sögulegu hámarki.. kannski er bara verið að grípa fleiri með betri tækni, en þetta er óþolandi og allt, allt of mikið.
Og það sem verra er, margir „spekingar“ tala um að þetta sé nú bara allt í lagi.. mikið undir og leikmenn eigi að gera það sem þeir geti fyrir sitt lið.
Kjaftæði.
Hættið að segja leikmönnum og áhorfendum að þetta sé í lagi. Þetta er svindl. Alveg á sama hátt og að taka ólögleg lyf, fela ás uppi í erminni, stytta sér leið og þar fram eftir götum..
En þar til ekki er tekið á þessu á sama hátt og öðru svindli – og á meðan svona hegðun er afsökuð í bak og fyrir þá breytist auðvitað ekkert.
Er ekki hreinlegast að taka á þessu eins og hverju öðru svindli, svo sem lyfjanotkun? Leikmaður sem sannanlega dýfir sér í leik fái þannig eins til þriggja ára leikmann.