Vínbúðirnar hafa um nokkuð langt skeið birt til þess að gera langar auglýsingar með (að þeim finnst væntanlega) skondnum tilraunum unglinga til að fá að kaupa áfengi án skilríkja. Það eru nokkrar útgáfur í gangi og ég er nokkuð viss um að þær hafa kostað sitt í framleiðslu. Þá er heldur ekki ókeypis að birta sjónvarpsauglýsingar þetta oft.
Ég efast um að þetta sé raunverulega stórt vandamál, þeas. að krakkar komi með fáránlegar afsakanir.. og svarið er (gef ég mér) auðvitað „nei“ og málið er leyst.
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þessi auglýsingaherferð stendur ekki undir sér – það er að segja, hún skilar örugglega ekki þeim tekjum eða sparar þann kostnað í rekstri vínbúðanna að hægt sé að réttlæta þetta. Jafnvel þó skilríkjalausir einstaklingar séu margir, þá ætti að vera mun ódýrara og einfaldara að koma afdráttarlausum skilaboðum til væntanlegra kaupenda.
Hvers vegna skiptir þetta máli?
Jú, vegna þess að þetta er dæmi um niðurgreiddan rekstur ríkisins á verslun sem ríkisvaldið þarf ekkert að standa í að sinna. Á endanum koma þessir peningar úr ríkissjóði (eða það fer minna í hann) og við borgum brúsann.
PS. jú, ef bæði framleiðsla og birtingar hafa fengist gefins þá er sjálfsagt að éta þessar fullyrðingar ofan í mig.. eða ef hægt er að sýna fram á betri rekstur í kjölfarið..
Það er einkennileg tvöfeldni í þessu. Börn eru ekki í röðum í ríkinu til að kaupa sér vín. Þau fá lyf frá læknum fyrirhafnarlítið. Réttast væri að búa til auglýsingar þar sem börn væru vöruð við læknum. En það væri líklega ekki jafn fyndið og krúttílegt.
http://www.ruv.is/frett/sprauta-sig-10-til-15-sinnum-a-dag
Ég sé svo sem enga ástæðu til að alhæfa um lækna út frá þessari frétt – eða í þessu samhengi.
Var einhver að því?
skildi þetta þannig, kannski minn misskilningur…
Frá mínum bæjardyrum séð auglýsa menn til að vekja athygli á einhverju. Auglýsing þar sem unglingar reyna að kaupa vín án skilríkja þarf ekki að þýða að allir unglingar reyni það. Það sama á við um lækna og dópsölu.
Þú verður að fyrirgefa, en mér finnast þessar athugasemdir þínar frekar ruglingslegar og þær koma færslunni minni ekkert við.
Ég er að tala um að ríkisrekið fyrirtæki er að eyða peningum af skattfé til einhvers sem hefur enginn áhrif á reksturinn.
Það er velkomið að ræða málið ef þú hefur eitthvað fram að færa um þetta.. ég sleppi frekari athugasemdum frá þér ef þær koma þessu ekki við.
Þetta snýst ekki bara um krónur og aura. Ef þú skilur það ekki þá nær það ekki lengra.
Víst. Það er það sem ég er að fjalla um. Fyrir alla muni hættu að dæla svona athugasemdum hérna inn..