Ég heyrði viðtal við forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum þar sem hann hélt því ítrekað fram að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að reyna að ljúka aðildarviðræðum við ESB væru tilraun til að ljúka málinu „í góðu“.
Nú stóð til að þingið ræddi málið í fyrra og það kallaði á hörð mótmæli að verið væri að ræða að draga umsókn Íslands til baka. Sérstaklega fór illa í fólk að fullyrðingar beggja stjórnarflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu væru allt í einu gleymdar og grafnar – marklaus kosningaloforð.
Þannig veit forsætisráðherra fullvel að það að draga umsókninga án þjóðaratkvæðagreiðslu – og þar fyrir utan án nokkurrar umræðu – gat aldrei orðið til þess að ljúka málinu „í góðu“.
Ég velti fyrir mér hvers vegna hann er að fullyrða svona.
Honum var full ljóst að þetta myndi kalla á hörð viðbrögð. Nú er ég gjarnan ósammála forsætisráðherra og finnst sérstaklega hvimleiður ávani hans að snúa umræðum á hvolf. En það hvarflar ekki að mér að hann sé eitthvað sérstaklega tregur eða hafi greind á við [fyllist að eigin vali].
Ekki var hann mögulega að vísa til að þetta „í góðu“ ætti við ESB, þar er engin ástæða til að ætla að það kostaði illindi frá ESB þó þingið fengið að ræða málið eða að staðið yrði við fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá sé ég ekki betur en að það sé bara ein möguleg skýring eftir. Hann sagði vísvitandi ósatt.
Eða hvað?
lítur út þannig í dag að, já, hann hafi einmitt verið að reyna að ljúka málinu í góðu, þ.e. hann hafi verið að reyna að finna milliveg sem myndi vekja sem minnsta athygli, til þess að forðast að reita fylkingarnar tvær til reiði.
hefur trúlega haldið að þessi leið vekti minni deilur en ef það færi gegnum þingið.
þjóðaratkvæði kom ekki til greina: það myndi vekja amk. jafn miklar deilur og reiði, og flokkarnir tveir unnu feitt, fengu helming atkvæða og þurfa ekki að standa við nein loforð, – sorrí, þannig eru leikreglurnar í pólitík bara. og Gunnar Bragi er alls ekki sá fyrsti sem svíkur gefin loforð eftir stórsigur, það gerist oft.
en plottið virðist hafa mistekist, nú hefur hann báðar fylkingar á móti sér og umsóknin enn fullgild.
nema ESB ógildi umsóknina (ræt) – þá var þetta óvenju flott plott ..
Nei, það getur ekki mögulega verið að hann (eða nokkur annar) hafi haldið að það að reyna að lauma þessu fram hjá fólki myndi takast. Þetta var auðvitað enginn „millivegur“, þeir héldu amk. að þeir væru að loka viðræðunum og það getur aldrei verið millivegur. Það gæti heldur aldrei sleppt því að reita fólk til reiði að fara á bak við það með umdeilda ákvörðun. Ég vona að hann haldi ekki að það að „klára“ sjávarútvegsmál, virkjanir, stjórnarskrá valdi minni deilum með því að taka umdeilda ákvörðun einhliða án umræðu. Ég veit að það má margt neikvætt segja um forsætisráðherra, en svona vitlaus er hann ekki.
Þjóðaratkvæði kemur auðvitað ekki bara til greina, heldur leiðin sem þeir lofuðu, hefði vissulega kallað á umræðu.. en reiðin aldrei verðin nálægt þessu.
Það að Gunnar Bragi sé ekki sá fyrsti sem svíkur loforð er engin afsökun eða réttlæting. Sérstaklega ekki þar sem þessi svik eru nánast fordæmalaus.
ó, þú varst að tala um Bjarna Ben. jæja, kemur á sama stað niður
nei, ég tók sérstaklega fram forsætisráðherra, Bjarni Ben er ekki forsætisráðherra, eða var amk. þegar þetta var skrifað.
já afs. titlaruglið
þetta eru ekki nein fordæmalaus svik. þetta er póli-bitch, hún virkar svona, kemur sanngirni og réttlæti ekkert við, ekki frekar en hjá fyrri stjórn þegar fólk var hundsað. og þessvegna er jú vantrauststillagan þarna.
ágæt staða – til að vera sanngjarn gagnvart öllum – ef hún helst meðan þessi stjórn situr: umsóknin bíður – en var það ætlunin? >:>
Ég geri nú samt kröfur um að menn standi við gefin loforð – og ætla að halda áfram að láta heyra í mér þegar það er ekki gert. Það að fyrri stjórn hafi mögulega gert eitthvað (eða ekki gert eitthvað) kemur málinu ekki við, ég er ekki í einhverju liði með einhverjum stjórnmálaflokki.
Ég man ekki eftir sambærilegu dæmi – þeas. að að báðir stjórnarflokkarnir hafi talað afdráttarlaust fyrir kosningar um mál sem skiptir fjölda fólks miklu, fólk sem lét sig hafa það að kjósa annan hvorn flokkinn (sennilega þó Sjálfstæðisflokkinn í flestum tilfellum) þrátt fyrir afstöðuna – einmitt vegna þess að það treysti á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hefurðu einhver dæmi um fordæmi fyrir svona?
Það var klárlega ekki ætlunin að umsóknin biði, sem betur fer eru þetta það miklir klaufar að þeim tókst ekki betur til.
nákvæmlega sambærileg dæmi eru ekki aðalatriðið, þegar ég var ekki spurður áður – um einhverja afdrifaríkustu, alstærstu ákvörðun sem ör-samfélag gæti tekið – nei, það er bara ekkert mál – þó miklum tíma hafi síðan verið eytt síðan þá, í að laga innviði allrar stjórnar, allra kerfa, að risaregluverki – sem hálf þjóðin á bara að segja ókei við, án þess að vita mikið um í hverju felast.
þessvegna tek ég því bara ekki svona alvarlega núna, liggur ekki á inní ESB. Evrópa er aggressívt herbandalag og þetta er voðalega mikill þykjustuæsingur, tilbúið fjaðrafok.
fjarri mér að verja þessa ríkisbubbastjórn, en þær eru flestar eins – þegar kemur að þessu: klækjapólitík
Þú sagðir að þetta væri ekki fordæmalaust, þú hlýtur þá að geta bent á fordæmi. Ég man amk. ekki eftir öðrum eins augljósum svikum á kosningaloforðum.
En ef aldrei má skamma stjórnmálamenn fyrir fráleita hegðun vegna þess að einhver geti bent á eitthvað annað hjá einhverjum öðrum stjórnmálamanni… þá er eiginlega enn verr komið fyrir okkur en ég hélt.
Ég er enginn sérstakur áhugamaður um ESB, en vil klára viðræðurnar.
Og mér ofbýður framganga ráðherra við að svíkja kosningaloforð. Og ég kaupi ekki „hinir-eru-nú-ekkert-skárri“ sem einhverja réttlætingu.. ekki einu sinni sem punkt til að nefna í umræðunni.
Annars er þetta komið út fyrir efni færslunnar, sem er hvort forsætisráðherra hafi vísvitandi sagt ósatt.
En
viðræðurnar eru strand, þetta frestar þeim um 2 ár. eða e-ð. og ég er ekki í vafa um að við endum í ESB. einhverntímann, þannig er bara heimurinn. EN ég var ekki spurður, umboðslaus umsókn, svo skammast fólk yfir brotum á þingræði.
það er ekki út f. efnið að benda á það því það gerir þetta upphlaup núna léttvægt.
mér finnst þú skautir yfir heildarmyndina, hangir í aukaatriðum. skiptir það máli hvort hann laug? þetta eru leikreglurnar, þetta má gera
Þessi færsla er eingöngu um hvort hann sagði vísvitandi ósatt.. og jú, það er út fyrir efnið að fara að ræða eitthvað annað. Mér finnst satt að segja frekar hvimleitt að geta aldrei rætt einstaka mál án þess að umræðan fari út og suður.
Það er ekki aukaatriði fyrir mér hvort forsætisráðherra segir vísvitandi ósatt og það eru engar „leikreglur“ sem segja að það sé í lagi. Um það snýst þessi færsla. Velkomið að ræða það mál hér, en (ekki illa meint en) ef þér finnst það aukaatriði þá eiginlega skil ég ekki hvers vegna þú ert að senda inn athugasemdir.
– en samanburður á álíka alvarlegum svikum skiptir engu?
það er búið að vera að vinna inngöngunni fylgi á meðan á viðræðum stóð, sem gerir það að verkum að það sem öllum var neitað um síðast, er sjálfsögð krafa núna:
því niðurstaðan verður önnur .. – heimurinn er fullur af vísvitandi ósannindum. kv
Nei, ekki í því samhengi hvort þetta voru vísvitandi ósannindi eða ekki.
Og, ég gef ekkert fyrir að ábendingar um önnur (hugsanleg) vísvitandi ósannindi til að réttlæta þessi, með sömu lógík mætti aldrei gera athugasemd við að nokkur ljúgi – þú verður að fyrirgefa, en mér finnast þetta fráleit rök og ekki koma málinu við á nokkurn hátt.
þá sérðu ekki heildamyndina
ég get alveg skoðað heildarmyndina, en eins og ég er búinn að segja nokkuð oft, þessi færsla snýst ekki um hana
getur ekki handpikkað eitthvað eitt atriði út í flókinni og erfiðri umræðu – sem snýst um svik á báða bóga og umsókn sem var troðið uppá fólk á mjög krítískum tímum, með vondum afleiðingum – og bara alveg sleppt þeim þætti málsins.
pólitík lýtur heldur ekki sömu lögmálum og vísindaleg rökfærsla, það eru ekki alltaf sannanir eða fixuð svör; þetta er refskák þar sem fólk gengur eins langt í að blekkja hinn aðilann og hægt er.
og satt að segja vandséð í þessu máli hvor aðilinn er sanngjarnari
Víst get ég það. Og geri. Og það er ekkert að því.
Einhver hugsanleg „svik á báða bóga“ réttlæta ekki þessi ummæli og það er vel hægt að afgreiða þetta atriði eitt og sér og önnur atriði sem þú nefnir breyta nákvæmlega ekki neinu um niðurstöðuna í því hvort hann sagði ósatt eða ekki.
Og víst lýtur pólítík þeim lögmálum að það er óafsakanlegt að ljúga. Punktur. Það ákveðið svar við því hvort hann sagði ósatt eða ekki. Aðrir þættir breyta engu.
Mér er slétt sama um hvor aðilinn er sanngjarnari, ég áskil mér rétt til að skamma hvern sem er fyrir hegðun eins og að ljúga og taka það atriði sérstaklega fyrir án þess að þurfa að drepa umræðunni á dreif.
Og það sem verra er, ég er á því að svona (afsakaðu orðbragðið, en mér dettur ekkert betra í hug) grautarhugsun sé eitt af vandamálunum við pólitík og umræðu almennt. Það er ekki hægt að ræða neitt án þess að lenda í að þvaðri og þvælu út um víðan völl, umræðunni stillt upp sem keppni andstæðinga í sitt hvoru liðinu, engin leið að halda þræði, bent á einhverja aðra, reyna að afsaka með því að tala um eitthvað allt annað.