ESB umræðan á sama plain og kukl

Posted: mars 19, 2015 in Umræða
Efnisorð:

Félagi minn sagði einu inni að honum hafi fundist hann vera að verða veikur og hafi gripið til þess ráðs að setja matarlím í eyrun.. og viti menn, hann varð bara ekkert veikur. Fyrir honum var þetta sönnun þess að það að setja matarlím í eyrun kæmi í veg fyrir flensu. Annars sagðist hafa gleymt að setja sítrónu í rassinn eitt kvöldið og bara orðið svona fárveikur daginn eftir. Auðvitað staðfesti þetta fyrir honum að sítrónur væru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir veikindi.

Auðvitað er þetta tómt rugl og sannar nákvæmlega ekki neitt – og afsannar ekki heldur.

Mér er oft hugsað til þeirra þegar ég er að lesa rökin með og á móti aðild að ESB.

Sumir nefna Grikki sem endanlega sönnun þess að allt geti farið til fjandans hjá aðilidarríkjum ESB.

Aðrir nefna td. Eistland til sönnunar um hversu mikils virði það sé að vera aðili að ESB.

Í hvorugu tilfellinu vitum við hvað hefði gerst að öðrum kosti. Það er ekkert sem segir okkur að Grikkir væru betur settir utan ESB, jafnvel eru mjög sterkar vísbendingar um að þeir væru enn verr settir.

Það er heldur ekkert sem segir okkur að Eistar séu betur settir innan ESB en utan, það er alveg eins líklegt að þarna sé duglegt fólk sem hefur náð tökum á efnahagnum og hefði gert hvort sem er.

Þá hjálpar heldur ekkert að segja að krónan hafi kostað okkur svo og svo mikið í hruninu eða bjargað svo og svo miklu eftir hrun. Við vitum einfaldlega ekkert um það hvernig hefði farið að öðrum kosti.

Það eina sem skiptir máli er hvort okkur farnast betur innan eða utan ESB í framtíðinni. Og það má heldur betur deila um hvernig má skilgreina að „farnast betur“.

Aðalatriðið er að þetta verður alltaf mat, það þarf að vega og meta kosti og galla og taka afstöðu út frá því.

Og sama hvor leiðin er farin, við fáum aldrei svarið við hvað hefði gerst ef hin leiðin hefði verið farin. Svona óbærilegur léttleiki…

Lokað er á athugasemdir.