Gefum okkur að við séum að reka stofnun/fyrirtæki og/eða sjáum um að ráða fólk til starfa.
Við viljum væntanlega standa okkur vel og ráða besta fólkið sem völ er á.. við könnum væntanlega fyrri störf, jafnvel menntun og ræðum við þær/þá sem koma til greina um hvernig þær/þeir vilji sinna starfinu.
Gefum okkur að tilvonandi starfsmaður sem okkur líst vel á gefi okkur ákveðin fyrirheit um hvernig hann/hún ætli að sinna starfinu, hvaða stefnu hún/hann ætli að taka og hvaða verkefnum hann/hún ætli að sinna.
Gefum okkur svo að viðkomandi sér ráðin(n) og vinni svo þvert gegn gefnum fyrirheitum.
Ég ímynda mér að við segjum viðkomandi upp störfum og leitum að öðrum.
Ég velti þessu fyrir mér í framhaldi af framgöngu ráðherra í samskiptum við ESB:
Nú má vera – og er líkast til rétt – að aðgerð ráðherra er vita marklaus og ber kannski annað hvort frekar vott um ekkert sérstaka greind – nú, eða þá sjúklega þörf til að vekja á sér athygli.
Það breytir því ekki að hann er ráðinn til að gegna ákveðnu starfi. Hann gaf vinnuveitendum ákveðin fyrirheit áður en hann var ráðinn til starfsins. Og nú hefur hann að minnsta kosti gert sitt besta til að ganga þvert gegn þeim sömu fyrirheitum. Ég er nokkuð viss um að almennum starfsmanni í flestum stofnunum/fyrirtækjum biði einfaldlega uppsagnarbréf.
Af hverju ætti starf ráðherra að vera eitthvað öðru vísi? Eru einhver rök fyrir því að það sé sérstaklega verndað?