Ég mætti í Hörpuna í dag og tók stutta skák við Hrafn Jökulsson.
Hrafn var á seinni degi í skákmaraþoni sem haldið var til styrkar sýrlenskum flóttabörnum – allt fé fer í söfnun sem Fatímasjóðurinn og Unicef standa að.
Hrafn hefur verið ótrúlega kraftmikill við að kynna skákina og tilefni maraþonsins um helgina var vel við hæfi enda einkunnarorð FIDE, sem hljómuðu undir einvígis Fischers og Spassky, „Gens Una Sumus“ eða „við erum ein fjölskylda“.
Tveimur skákum á undan mér mætti fimm ára drengur til leiks. Það var gaman að fylgjast með þolinmæði Hrafns að leiðbeina mótherjanum, hrósa honum fyrir góða leiki og skýra hina fyrir honum. Þegar Hrafn var svo kominn með óverjandi mát.. þá sneri hann taflinu við – „bókstaflega“ – og leyfði nemandanum að vinna!
En fyrir þá sem vilja styrkja söfnunina þá má leggja inn á reikning Fatimusjóðsins, 0512-04-250461, kennitala 680808-0580.
Já og skákinni okkar lauk með tilþrifalitlu jafntefli, frekar óvenjulegt hjá okkur báðum held ég…