Punk 2014, Glen Matlock

Posted: apríl 2, 2014 in Tónlist
Efnisorð:, , , ,

Við vorum að fá það endanlega staðfesta að bassaleikari (upphaflegur, núverandi og sá sem spilaði á Never Mind The Bollocks) kemur á Punk 2014 hátíðina í vor. Glen samdi í raun megnið af lögunum á einu (alvöru) plötu Sex Pistols.

Þetta verður hluti af menningardögum Kópavogs á Spot fimmtudagskvöldið 8. maí og auk Glen spila Fræbbblarnir og Q4U.

Ég er amk. farinn að hlakka til.

Lokað er á athugasemdir.